Baráttunni lokið, hvað segja niðurstöður kosninganna okkur?

Dagur að rísa upp. Baráttunni fyrir sveitastjórnarkosningarnar er lokið. Endasprettur frambjóðenda var í gærdag og í gærkvöld. Mörgu var flaggað, mönnum og málefnum. Spurningin er hvað selur hjá frambjóðendunum. Hvað verður nægjanlegt til þess að kjósendur gefi þeim atkvæðin sín?

Það eru allnokkur lík í lestum þeirra stjórnmálaflokka sem hafa starfað á Íslandi síðustu árin og áratugina. Þeir flokkar sem sátu í ríkisstjórnum síðustu ára og áratuga meiga búast við að fá flengingu kjósenda í kosningunum. En ekki bara þeir flokkar.

Af hverju virðist fylgi Vinstri grænna dala svona mikið eins og skoðanakannanir sýna? Er eitthvað í samsetningu og starfi flokksins sem fælir frá kjósendur? 

Endurnýjunin í síðustu Alþingiskosningum var sáralítil hjá flokknum. Stefnunni var ekkert breytt. Mannskapurinn sem er í fremstu röð flokksins er búin að vera allt frá stofnun hans meira og minna sá sami. Þó að Vg hafi ekki setið í ríkisstjórnum síðustu ára voru flokksmenn í stjórnarandstöðu og höfðu mis hátt í málflutningi sínum. Ég held að mikið af kjósendum séu einfaldlega búnir að fá nóg af Vinstri grænum rétt eins og öðrum stjórnmálaflokkum landsins.

Eitt af því sem íslenskir stjórnmálaflokkar taka mjög lítinn nótus af eru niðurstöður sveitastjórnarkosninga. Í mörgum löndum þýðir niðurstaða sveitastjórnarkosninga ákveðinn dóm yfir þeim flokkum sem eru þar í framboði. Þessi dómur á einnig við um þá á landsvísu, segir þeim í hvaða stöðu þeir eru.

Vissulega er ekki óskastaða á Íslandi að kosið verði til Alþingis núna um stundir. En er það óskastaða okkar Íslendinga að ríkisstjórn landsins sé starfandi í óþökk mikils meirihluta landsmanna. 

Það er spurning sem forystufólk ríkisstjórnarinnar verður að spyrja sig að.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband