Svandís Svavarsdóttir boðar ólög um kaup og sölu.

Svandís umhverfisráðherra ætlar að leggja fram á fundi ríkisstjórnarinnar frumvarp að lögum um eignarhald á orkufyrirtækjum. Einka aðilar eigi ekki meira en þriðjungshlut í orkufyrirtækjum. Reyndar virðist þessi tillaga koma ráðherrum úr Samfylkingunni, samstarfsflokki VG í ríkisstjórn í opna sjöldu. Engin kynning aðeins óbrigðul einstefna Svandísar.

Hún nefnir norsk lög til stuðnings sínu frumvarpi. Lög sem hafi ekki fengið athugasemd frá EB. Þessar breytingar á eignarlögum á orkufyrirtækjum eru alger ólög vegna þess sem hefur verið búið og gert. Einhvern tíma sagði ágætur maður mér að lög sem væru sett og giltu aftur fyrir sig væru alger ólög. Hægt er að setja lög sem gilda frá því að þau eru sett. En alls ekki er hægt að setja lög á gerða hluti.

Er hægt að fella úr gildi lög um hægri umferð og lögsækja þá sem hafa ekið á öfugum vegarhelming frá því að hægri umferð var tekin upp á Íslandi?

Nei aðeins er hægt að breyta frá gildisdegi.

Sama á við um gerða samninga í sölu eða kaupum á orkufyrirtækjum. Aðeins er hægt að setja lög á þá hluti sem eftir er að semja um en alls ekki um þá hluti sem búið er að semja um og gera lögbundinn samning eftir lögum sem eru í gildi á þeim tíma sem samið er.

Annað eru ólög og aldrei verður hægt að framfylgja þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 370666

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband