27.5.2010 | 12:03
Gaus Katla í sjó á síðustu öld?
Hvort sem það tengist eldsuppkomunni í Eyjafjallajökli eða ekki, þá er löngu kominn tími á Kötlugos. Það hefur hingað til þótt vera það lengsta bil sem verður á milli Kötlugosa séu 70 ár. Frá síðasta alvöru Kötlugosi, 1918 voru sjötíu ár árið 1989. Ekki bryddi á Barða það árið né síðan. Margir sem ég þekkti lifðu gosið 1918 sem börn og biðu alvöru goss. Þeir lifðu ekki Kötlugos á sinni ævi. Frá því ég hætti að vera hræddur við Kötlugos hef ég beðið eftir Kötlugosi.
Hún lætur enn bíða eftir sér, lítið gerist. Hef heyrt að í Krukkspá sé spá um að Katla gjósi ekki eftir að hún gjósi í sjó. Hvort Surtseyjargosið 1963 geti talist Kötlugos í sjó er spurning. Vestmannaeyjaeldstöðin er sjálfstæð eldstöð sem gaus síðast í á Heimaey 1973. Hver veit nema það hafi létt á Kötlu. Vangaveltur eiga rétt á sér. Hekla hefur líka gosið nokkrum sinnum frá 1918.
Telja líklegt að Katla gjósi bráðlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 370663
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Katla mun ekki gjósa að þessu sinni nema smá gosi undir jökli engum til ama.
Sigurður Haraldsson, 27.5.2010 kl. 15:53
Já smá prump. Eða aðeins lengi bið og alvöru gos.
Njörður Helgason, 27.5.2010 kl. 16:34
Já í þetta sinn kemur ekki í framhaldi að Eyjafjallagosinu jafnvel eftir að þau gos hafa lokið sér af!
Sigurður Haraldsson, 27.5.2010 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.