29.4.2010 | 10:08
Það vorar snemma undir Eyjafjöllum.
Enn og aftur verða náttúruhamfarir á óskatíma. ahvað um jarðskjálftana árið 2000 og aftur 2008? Þá skalf jörð á þeim tíma ársins, að fólk hefði ekki getað óskað sér æskilegri tíma fyrir náttúruhamfarir.
Nú leggst aska yfir Eyfellskar grundir rétt áður en gróður fer í gang. Þegar allt lifnar við eru grösin fljót að spretta upp úr gjóskunni. Undir Eyjafjöllum vorar snemma.
Líklega verður heyfengur Eyfellinga þar sem askan er þykk, mengaður af gosefnum þetta árið. Bændur geta plægt túnin og ræktað þau. Helst er að sá fljótsprottnu. Grænfóðri eða öðru sem kemur strax upp og hægt er að beita á.
Hætt er við að allmargir bændur undir fjöllunum verði að kaupa hey úr sveitum þar sem öskufall leggst ekki yfir túnin. Þeir fá væntanlega aðstoð yfirvalda við þau kaup.Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.