22.4.2010 | 12:11
Æðrulaus Selkotsmaðurinn.
Kolbeinn í Selkoti tekur ástandinu með æðruleysi. Hann skilur vel hvaða stöðu bændurnir undir Eyjafjöllum eru í. Það er ekki spennandi að hafa þetta öskulag á túnunum og ekki bara það því mikil aska er á öllum úthögum heldur er hún alla leið upp á fjöllin, til jökulsins. Því geta bændurnir ekki beitt á afréttina og hagana utan býlisins þar til að gróðurinn nær sér á strik upp úr öskunni. Svo er alveg víst að askan fýkur af hálendinu niður í byggðina næstu árin.
Það er líka vont að vera með öskuna á húsum og vélum. Hún er það efnamikil að auðveldlega ryðgar undan henni þar sem hún liggur á efnunum.
Það getur ringt og ringt undir Eyjafjöllum, það getur líka hvesst mikið þar. Vonandi hjálpar náttúran bændunum við að endurheimta landið svo þeir geti nýtt það.
Bjartsýnn þótt útlit sé svart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 370663
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.