Umdeild ákvörðun

Þetta er umdeildur virkjunarkostur: Urriðafoss.

Það er samt ekki spurning um að virkjanir í neðrihluta Þjórsár eiga fullkomlega rétt á sér. Nýting þeirrar miklu miðlunar sem búið er að gera á fjöllum er það sem á að gera. Eigum við frekar að gera virkjun við Gullfoss eða í Skjálfandafljóti?


mbl.is Skipulag við Þjórsá auglýst aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Pálsson

Það er rétt að þetta er umdeildur virkjanakostur en ég held að langfelstir sem kynni sér málið sjái að það séu vandfundnir 130 MW virkjanakostir í heiminum sem hafi jafnlítil umhverfisáhrif og Urriðafossvirkjun.  Mér er eftirminnilegt að í lokabaráttu sinni gegn því að Hálslón yrði fyllt flaug Ómar Ragnarsson yfir Neðri Þjórsá og lýsti því yfir að "enginn myndi mótmæla virkjun á þessum slóðum" (þ.e. öfugt við hálendi Íslands).

Í rammaáætlun 1 voru virkjanakostirnir í Neðri Þjórsá einu vatnsaflskostirnir sem fengu umhverfiseinkunn "a" - þ.e. mjög lítil umhverfisáhrif.

Í frumdrögum að rammaáætlun 2, sem nú eru til kynningar, virðist niðurstaðan vera sú sama, af 40 vatnsaflsvirkjanakostum og 22.405 GWhr.

Sjá: www.rammaaetlun.is

Ef friða á Urriðafoss fer að verða ansi þröngt á "fórnaraltari náttúruverndar".

Bjarni Pálsson, 4.4.2010 kl. 11:14

2 Smámynd: Njörður Helgason

Fer þá ekki Landsvirkjun af stað og finnur aðra möguleika?

Njörður Helgason, 4.4.2010 kl. 19:04

3 Smámynd: Bjarni Pálsson

Landsvirkjun er með 4 virkjanakosti á Suðurlandi, svo að segja tilbúna til framkvæmda; Búðarhálsvirkjun í Tungná (sem í raun er byrjað á) og Urriðafossvirkjun, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun í Neðri Þjórsá, auk Norðlingaölduveitu sem sett hefur verið til hliðar um sinn.  Ef Neðri Þjórsá og Norðlingaölduveita eru einnig sett til hliðar tekur nokkur ár að undirbúa næstu kosti.  Þá er alls óvíst að þeir komist í gegnum hið þrönga nálarauga "rammalaga", umhverfismats, skipulags, framkvæmdaleyfis, vatnsréttinda, starfsleyfis,... og svo mætti áfram telja. 

Því yrði veruleg bið á að hægt væri að taka á móti nýjum orkufrekum fjárfestingatækifærum.

Bjarni Pálsson, 4.4.2010 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 370663

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband