15.2.2010 | 10:36
Skattarnir skila sér ekki.
Þetta sýnir að skattahækkunin er ekki að skila ríkinu meiri tekjum. Það er líka líklegt að smygl og heimabrugg hafi komið aftur út úr leynum. Síðan er ég viss um að heimaræktað gras hefur náð mun meiri markaði. Þó að einhverjar ræktanir hafi fundist er það eflaust toppurinn á ísjakanum.
Dregur úr sölu áfengis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 370663
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú er eins gott að passa sig, fyrst að skatturinn er ekki að skila sér hérna þá er ríkisstjórn í lófa lagi að skella á skatti á hverja bloggfærslu og í framhaldi af því skatt á hverja athugasemd . . .
Magnús V. Skúlason, 15.2.2010 kl. 11:04
Það er vissara að fara með gát.
Njörður Helgason, 15.2.2010 kl. 11:19
Vissi þetta hækkun gjalda og skatta þýðir minni neyslu og kaup á endanum minni innkoma í ríkiskassann, heimabrugg stóraukið það er á hreinu.
Sigurður Haraldsson, 15.2.2010 kl. 11:58
Raunlækkun um 15% á tímum með 17,8% kostnaðarhækkun gerir í raun að veltan sé sú sama (0,85*1,178=1,0013). Það sem hefur gerst er að Íslendingar kaupa áfengi fyrir c.a. sama magn af peningum og í fyrra en borga af þeim soldið meira til ríkisins og fá fyrir soldið færri áfengislítra. Þetta er niðurskurðarleið sem bætir vöruskiptajöfnuðinn og gerir okkur betur kleypt að borga erlendar skuldir. Ég hefði viljað sjá áfengisskattana endurmótaða á félagslegri hátt en get ekki annað sagt en að við þurfum að skera niður í munaðarvöruneyslu í samfélaginu og síti það ekki ef það er að takast.
Héðinn Björnsson, 15.2.2010 kl. 13:42
Eigum við ekki að bíða í nokkra mánuði og sjá hver salan verður þá.
Þessi hækkun var boðuð með góðum fyrirvara , og fólk hafði góðan tíma til að byrgja sig upp.Þannig að sölutölur fyrir janúar segja ekki mikið um það hvort salan minnki svona mikið þegar til lengri tíma er litið.
Sveinn Elías Hansson, 15.2.2010 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.