16.1.2010 | 12:38
Gagnslausir fundargestir.
Þeim var gert rúmrusk!
Spurning hvaða tilgangur er með því að þessir þingmenn mæti á fundinn. Ef fundarseta hreyfingarfólksins hefur jafnlítil áhrif og þingseta þeirra og framsóknarfólksins hefur haft er hún ekki til mikils. Hreyfingin/Borgarahreyfingin hefur hingað til ekki vitað í hvaða fót þau eiga að stíga.
Þingmenn vaktir upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Enn það er þó kostur fyrir þjóðina að eiga mann eins og þig að sem getur þá líklega gert betur og hefur líklega mætt á fundinn til þess að gera gagn.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 16.1.2010 kl. 13:20
Hér er soldið um hvað Hreyfingin hefur verið að gera þegar þú hélst að þau væru ekki að gera neitt:
Heimilin
1. Afhjúpun laga um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins.
2. Stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna skipaður í starfshóp á vegum félagsmálaráðuneytisins sem skal m.a. meta árangurinn af framkvæmd ofangreindra laga.
3. Þingmenn Hreyfingarinnar eru meðflutningsmenn á frumvarpi Lilju Mósesdóttur um breytingu um lögum um samningsveði (lyklafrumvarpið).
4. Talsmaður Hreyfingarinnar barðist fyrir því að frumvarp Eyglóar Harðardóttur um 4% þak á verðbótum fái eðlilega þinglega meðferð þegar formenn flokka og talsmaður Hreyfingarinnar sömdu um hvenær þing færi í frí fyrir jól. Það var skrifað upp á það í samningnum að málið fengi í þinglega meðferð þrátt fyrir að um það ríkti ekki þverpólitísk samstaða. Það ku vera algerlega einstakt. Málið verður tekið út úr nefnd 10. febrúar 2010.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 16.1.2010 kl. 13:22
Og af því að þú hefur áhuga, þá er hér smá í viðbót.
Lýðræðisumbætur
5. Við komum inn ákvæði um Lýðræðisstofu og framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu í þingsályktunartillögu um umsókn Íslands að Evrópusambandinu sumarið 2009.
6. Stimpluðum rækilega inn hugmyndir okkar um þjóðaratkvæðagreiðslur, persónukjör og stjórnlagaþing þegar málin voru í fyrstu umræðu á þinginu haustið 2009.
7. Hreyfingin hefur lagt fram frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur og frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 16.1.2010 kl. 13:23
Fyrir þá sem vita lítið um Icesave að lesa.
Icesave
8. Við eigum 8. greinina í fyrri Icesave lögunum sem kveðjur á um að nota alla tiltæka möguleika til að endurheimta fé frá eigendum og stjórnendum Landsbankans.
9. Lögðum fram formlega beiðni um að þingmenn fái að sjá eignasafn Landsbankans sem liggur að veði fyrir Icesave. Þetta höfum við gert ítrekað. Enginn nema skilanefndin hefur séð eignasafnið, ekki einu sinni fjármálaráðherra.
10. Formleg beiðni lögð fram um að skipuð verði þverpólitísk þingmannanefnd sem færi utan og fundaði með kollegum sínum til að kynna málstað og stöðu Íslendinga varðandi Icesave sem og heildarstöðu Íslands. Beiðnin hefur verið margítrekuð en málið virðist hafa verið svæft í nefnd. Hreyfingin vinnur þó enn að því.
11. Formleg beiðni lögð fram um að allri leynd verði létt af þeim gögnum Icesave nálsins sem eru þingmönnum til aflestrar í svokallaðri leynimöppu. Beiðninni var formlega hafnað af fjármálaráðherra. Þingmenn Hreyfingarinnar hafa bæði úr ræðustól Alþingis og í persónulegum samtölum við aðra þingmenn brýnt fyrir þeim mikilvægi þess að þeir kynni sér rækileg tiltekin gögn málsins.
12. Fyrir tilstuðlan okkar var Franek Roswadowski, landstjóri AGS á Íslandi, fenginn á fund utanríkismálanefndar til að fá á hreint hvort að AGS hafi séð eignasafn Landsbankans og hann spurður út í bréfasamskipti hans og Indriða H. Þorlákssonar sem er að finna í leynimöppunni og var lekið á Wikileaks. Landstjórinn mátti reyndar ekki vita af því að verið væri að vitna í bréf hans en það var ljóst að hann var ekki allskostar heiðarlegur í sínum tilsvörum.
13. Hlutlaus miðlun upplýsinga í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave samþykkt fyrir okkar tilstilli.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 16.1.2010 kl. 13:24
Þau hafa farið oftar en sumir eldri þingmenn í ræðustól og reynt að hafa áhrif:
AGS og efnahagsmál
14. Þingsályktunartillaga lögð fram um mótun efnahagsáætlunar sem tryggir velferð og stöðugleika án aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
15. Settum rækilega mark okkar á bæði tekju- og útgjaldahlið fjárlagafrumvarpsins með ítarlegum tillögum um breyttar áherslur í skattheimtu með tillögum um skattlagningu á notkun auðlinda í stað almennra skattahækkana og með róttækum tillögum um niðurskurð útgjalda á ýmsum sviðum.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 16.1.2010 kl. 13:26
Við eigum framtíðarsýn líka og hún gengur ekki útá að skipa neinum að standa saman, gegn sinni sannfæringu:
Ný stjórnmál; efling þingræðis og þverpólitískir starfshættir
16. Þingmenn Hreyfingarinar hafa opnað gluggann inn á þing með því að skrifa og ræða opinberlega um hvernig þingstörf gagna fyrir sig í raun og veru og með sanni má segja að almenningur hafi aldrei haft jafn gott tækifæri á að fylgjast með hvað er að gerast bak við tjöldin.
17. Við höfum skipað í nefndir á faglegum forsendum óháð því hvort þau sem við skipum séu stuðningsmenn Hreyfingarinnar eða ekki.
18. Það vorum við sem komum á fyrsta þverpólitíska fundinum varðandi Icesave fyrirvarana í sumar en á fundinn mættu jafnframt fulltrúar Indefence.
19. Sú nýbreytni að láta þingflokksformann jafnframt mæta á flokksformannafundi hefur verið gagnleg til að tryggja að stöðu þingsins, en með því móti er hægt að miðla milliliðalaust á þingflokksformannafundi hvað fór fram á formannafundi. Þannig er hægt að styrkja þingræðið, t.d. með því að mótmæla því að um eitthvað óraunhæft hafi verið samið á formannafundum því öllum ráðum er beitt til að framkvæmdavaldið stjórni þinginu. Því er mikilvægt þingsins vegna að þetta fyrirkomulag festi sit í sessi.
20. Talsmaður Hreyfingarinnar hefur neitað að mæta á fundi með formönnum stjórnarflokkanna nema að formenn stjórnarandstöðunnar mæti saman. Það er fyrir tilstuðlan okkar að fyrirsvarsmenn stjórnarandstöðunnar hafa sammælst um að mæta ávalt saman á fundi er varða Icesave og skipulag þingstarfa.
21. Vegna okkar hefur tungutakið breyst. Nú er orðræðan sú að talað er um formenn og talsmenn á foringja- og þingflokksformannafundum. Svona smáatriði skipta máli því þau breyta því hvernig við hugsum.
22. Við ákváðum í upphafi vinnu okkar á þinginu að brjóta upp þá hefð í matsalnum að þingmenn skipuðu sér til sætis eftir því í hvaða „liði“ þeir væru, saman í flokki eða saman í stjórn eða stjórnarandstöðu. Þetta framtak okkar hefur gjörbreytt því hvernig fólk hagar sér í matsalnum því valdajafnvægið hefur raskast. Það sama höfum við gert á nefndarfundum með góðum árangri.
23. Fyrir okkar tilstuðlan fékkst það í gegn að 3 þingmenn voru sendir á umverfisráðstefnuna í Kaupmannahöfn. Til stóð að senda eingöngu embættismenn úr ráðuneytunum sem er enn eitt dæmið um styrk framkvæmdavaldsins á kostnað Alþingis.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 16.1.2010 kl. 13:28
Við viljum uppgjör ólíkt sumum hreyfingum öðrum vinstri eða grænum:
Uppgjör við hrunið
24. Við höfum veitt gríðarlega mikilvægt aðhald í sambandi við skipun þingmannanefndar sem er ætlað að móta tillögur að viðbrögðum Alþingis í framhaldi af niðurstöðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Á endanum náðum við fram mikilvægum efnislegum breytingum sem snúast um að setja þak á fyrningu ráðherraábyrgðar í þessu máli og tímamörk á störf nefndarinnar. Við eigum mann í nefndinni og munum halda áfram að miðla upplýsingum til almennings um málið.
25. Þingmenn Hreyfingarinnar vöktu athygli á því hversu öfugsnúið það er að veita félagi, sem er að stórum hluta í eigu fyrrverandi eiganda Landsbankans, fyrirgreiðslu af hálfu ríkissins á borð við skattaívilnanir og orku á verði sem er svo lágt að það þolir enga skoðun þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnvalda um gagnsæi í orkusölusamningum.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 16.1.2010 kl. 13:29
Það eru sumir sem tala og tala en segja ekki neitt. Því miður fyrir Hreyfinguna þá hefur stefna hennar verið eins og blað í vindi. Hlaupið út og suður með takmörkuðum árangri.
Ótrúlegt hvað Borgara(hreyf)ingin skilar litlu úr búsáhaldabyltingunni inn á Alþingi.
Njörður Helgason, 16.1.2010 kl. 13:42
Það er rétt að sumir tala bara og tala án þess að segja nokkurn skapaðann hlut, mér finnst Steingrímur Joð og Katrín vera ein af þeim og öll Samfylkingin.
Ef að þú hefur ennt að renna yfir það sem hér er að ofan og manst eftir því í leiðinni að þing hefur einungis staðið í um 20 vikur, fyrir utan sumarþing og nánast allur tíminn farið í vitleysu fyrir lélega verkstjórn eða öllu heldur vanhæfa ríkisstjórn, síða BH og síðar Hreyfingin kom fjórum mönnum inn á þing og ekki síður að þau hafa haft verulegann vind í fangið, ekkert þeirra með neina reynslu né neina reynslubolta með sér og að þau eru í minnihluta á þingi, þá sérðu að þau hafa ekki skilað minni árangri en VG og Samfylkingin hafa gert á talsvert lengri tíma.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 16.1.2010 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.