6.1.2010 | 13:00
Alþýðubandalagsmenn og sjálfstæðiðsmenn og konur eru glöð.
Það mun ekki hryggja Vinstri græna forsetann ef Evrópusambandsviðræður verða slegnar á frest. Ef til vill ein stór ástæða þess að hann skrifaði ekki undir frumvarpið.
Þjóð sem býr nú við það að forsetinn hefur tekið völdin hlýtur að vera sátt við þeta. Að minnsta kosti sá hópur sem samanstóð af sjálfstæðismönnum. framsóknarmönnum og vinstrisinnuðum VG liðum.Þeim sem knúðu á forsetann að skrifa ekki undir lögin.
![]() |
ESB metur Icesave-málið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 370868
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég vil benda þér á að forsetinn tók enga efnislega afstöðu hvorki með eða á móti ICESAVE lögunum.
Hann einfaldlega ákvað að þjóðin skyldi tilkvödd til þess að taka þá ákvörðun. Hann vildi að þjóðin fengi sitt lýðræðislega vald til þess að taka endanlega ákvörðun í þessu máli.
Forsetinn kemur ekkert meir að þessu máli. Það er í höndum þjóðarinnar og er það vel.
Gunnlaugur I., 6.1.2010 kl. 13:07
Mér finnst að Ólafur hafi kveikt smá ljóstíru án þess að nokkur hafi gert sér grein fyrir því og hann sennilega ekki haft hugmynd um það enda hálf blindur ennþá eða með $ merki í augunum.
Þetta er sigur fyrst og fremst fyrir almenning og lýðræðið og svo réttlætið. Heimurinn og almenningur sem í honum dvelur mun sjá það núna að Ólafur sem ekki hefur ennþá uppgötvað snilldina með þessum gjörningi er í raun snillingur. Hér gefur hann stjórnmálamönnum og fjármálaheimunum puttann án þess að vita af því.
Nú mun verða mikil umræða í Evrópu og víðar hvort hægt sé að senda íslenskum almenningi reikninginn fyrir fall einkabanka. Og sennilega mun almenningur sjá óréttlætið í þeim gjörningi að ætla íslenskum almenningi að greiða fyrir sukk bankanna og fjárglæframanna ásamt sjálftökustjórnmálamönnum.
Hvað varðar okkur hér heima er væntanlega næsta mál að koma þessari ríkisstjórn og þeim stjórnmálamönnum sem vaða hér uppi ennþá í fangelsi. Það að ætla sér að nota ICESAVE sem einhverja skiptimynnt inn í evrópusambandið er bara glæpur. Þessi ríkisstjórn hefur ekkert gert rétt ennþá og á að segja af sér strax.
Það er ennþá sami feluleikurinn og sjálftakann hjá öllu þessu fólki sem telur sig hafa valdið frá fólkinu eða verið réttkjörið inn á þing. ( Hvar sem er í heiminum )
Það er bylting í gangi ef þið hafið ekki áttað ykkur á því og aldan verður bara stærri og stærri eftir því sem hún nálgast ströndina. Þetta er ekki bara gára á Þingvallarvatni heldur mun þetta berast út um allann heim og verður sennilega kallað ICELAND-SUNAMI.
Ólafur er ljós heimsins sannkallaður ljósálfur enda mun trú alheimsins aukast á álfum og huldufólki og íslenskri alþýðu.
GAZZI11, 6.1.2010 kl. 13:10
Það sem ÓRG gerði var að ganga klárlega á samþykkt Alþingis. Alþingi samþykkti tillöguna um viðbótina við Icesave lögin. Hann fylgði því sem var ekki samþykkt á Alþingi, þjóðaatkvæðagreiðslunni. Heldur ákvað hann að fara eigin leiðir. Studdist við skoðanakönnun og undirskriftir fjórðungs fólks á kjörskrá.
Alþingi sem þjóðin kaus í lögmætum kosningum afgreiddi málið!
Njörður Helgason, 6.1.2010 kl. 13:26
Forseti sem þjóðin kaus í lögmætum kosningum afgreiddi málið líka.
Axel Þór Kolbeinsson, 6.1.2010 kl. 13:30
Hvort er forsetinn kosinn til lagasetningar eða Alþingi? Nú heyrast ekki lengur raddirnar sem hljómuðu eftir höfnun fjölmiðlalaganna um embætti forseta Íslands.
Njörður Helgason, 6.1.2010 kl. 13:33
Hver eru æðstu lög Lýðveldisins?
Axel Þór Kolbeinsson, 6.1.2010 kl. 13:35
Vissulega er Stjórnarskrá ískenska lýðveldisins æðstu lögin. Hún segir að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn. Hún segir líka að Alþingi og forsetinn fari saman með löggjafarvaldið. Vinnureglur Alþingis eru mun skýrari en copy paste af konungsmálum Dana í Stjórnarskránni.Líkaer sagt: Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá, er störfum hans gegna.
http://www.snerpa.is/net/log/stjornar.htm
Njörður Helgason, 6.1.2010 kl. 13:54
Er þá öll stjórnarskráin góð og gild nema málskotsréttur forsetans? Var það ákvæði sett í stjórnarskránna án þess að ætlast væri til þess að það væri virkt?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.1.2010 kl. 14:11
@ Axel málskotsrétturinn er eitt umdeildata ákvæði Stjórnarskrár íslenska lýðveldisins. Tilviljanakennt ákvæði.
Njörður Helgason, 6.1.2010 kl. 14:16
Reyndar er það ákvæði ekki tilviljanakennt. Það var mikil umræða um það á þingi fyrir Lýðveldisstofnun. Vinstri menn á þeim tíma fengi ákvæðið mildað þar sem þeir óttuðust það að forseti myndi hafna framsæknum lögum. Ákvæðið var svo fest í sessi 2004 þegar engar mótbárur voru við því að það væri virkjað, og leiðtogar núverandi stjórnarflokka voru aldrei í vafa að forseti hefði þessi völd.
Forseti hefur líka heimild til að setja bráðabrigðalög þegar Alþingi er ekki að störfum þannig að vald embættisins er mikið.
Axel Þór Kolbeinsson, 6.1.2010 kl. 16:19
Ef þetta synjunarákvæði með lendingu í stjórnarskrá er túlkunaratriði þá hef ég aldrei lært að lesa. Kannski heitir Alþingi bara ræðuhópur eftir allt saman og kannski er það röng túlkun að fulltrúar þar vinni heit um að starfa eftir umræddu plaggi?
Ég held mig við að stjórnarskráin sé skýr um öll efni. Ég held því fram að hún hafi verið óumdeild í hugum þjóðarinnar allt þar til eitt ákvæði hennar varð fyrir tilteknum ráðherra árið 2004.
Og að endingu held ég að enginn bæti við hæð sína með því að gera þessa dýrustu eign þjóðarinnar í tilliti lögbundinnar verndar einstaklingsins að skotspæni orðhengilsháttar af pólitískri dindilmennsku.
Árni Gunnarsson, 6.1.2010 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.