Færsluflokkur: Bloggar

Byrgjum brunninn strax.

Fyrir stóraukinn straum ferðamanna til landsins verða Íslendingar að gæta margra hluta varðandi ferðamennskuna. Það er ekki nóg að byggja upp gistipláss í löngum röðum öðruvísi en að tryggja að þar fari þjónustan fram af fagmennsku og einbeitingu við að gera hana með kunnáttu. Þessi mikla fjölgun ferðamanna má ekki verða til þess að íslensk ferðaþjónusta verði mönnuð fólki sem vinnur í henni án þess að vera með nám við það sem það vinnur við. 

Svona hlutir sáust of mikið á Íslandi áður en guð blessaði landið eftir 2008. Sumum fyrirtækjum var haldið uppi af mönnum sem höfðu skipt oftar um kennitölur en sokka og voru með starfsfólk sem tæplega voru greidd laun yfir vasapeningum og alls ekki greidd launatengd gjöld. Starfsmennirnir voru því án nokkra réttinda ef eitthvað kom uppá.

Þetta er eitt af því sem verður að gæta í nýjustu bólunni sem er ferðamennskan. Frá upphafi verður að gæta þess að ekki verði talið sjálfsagt að menntun starfanna verði borin fyrir róða. Einfaldlega er of seint að ætla að gera átak þegar starfsemin er  víða byggð upp án kunnáttu og menntunnar. 


mbl.is Fjöldi ferðamanna tvöfaldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagmennska er þörf í ferðamennsku.

Þegar ferðaþjónustan er að verða stærsti efnahagslegi hluti atvinnuvegs landsins er jafngott að gæta þess að hún verði fagleg. Þetta er mikilvægt að gert sé í uppbyggingu ferðaþjónustu. Fylgst verði með því að veitingastaðir og gistihús verði mönnuð fagfólki og að þau verði ekki tímabundnir vinnustaðir.
mbl.is „Stórtíðindi fyrir efnahagslífið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjóður sægreifa verður að bólgna.

Hvern aur verður að spara til að sýna að afnám veiðigjaldanna skili ríkinu peningum. Það virðist vera efst á blaði að sneiða niður framlög menningarinnar til að svo sé. 

Greinilega er stóraukinn ferðamannastraumur ein ástæða þess að óþarft sé að láta íslensku menninguna blómsta. 


mbl.is Skorið niður til kvikmynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flutningur ekki flókinn.

Á höfuðborgarsvæðinu og víða um landið eru nýbyggingar og ákveðin endurnýjun er gerð. Þetta á einig við um flugvöllinn í Vatnsmýrinni sem var í fyrstu aðsetur breska setuliðsins þegar seinni heimstyrjöldin fór fram. Með framkvæmdum við að flytja fólk frá flugvellinum sem flugvöllurinn verður fluttur til á það að verða einfalt mál að flytja innanlandsflugið á þann flugvöll.
mbl.is Styður flugvöll í Vatnsmýrinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ellin tekur á.

Því miður þarf fólk sem eldra er oft að leita sér hjálpar vegna þess að því líður illa, er einmanna og hefur þurft að sjá á eftir maka eða vinum sem hafa fylgt þeim lengi. 

Fyrir eldra fólk eru í dag allmargir möguleikar á félagsstarfi sem getur orðið að staðfestu eftir starfsævina. Þessi félagsskapur er ekki fyrir alla. Fólkinu finnst erfitt að kynnast nýju fólki, öðrum en hafa verið félagar þess um langa tíð.

Fólk getur orðið einmanna og nær ekki tökum á því sem í boði er. Þá er í sumum tilfellum hægt að hjálpa því með lyfjum, geðlyfjum eða svokölluðum gleðipillum til að takast á við tilveruna.

Með tímanum hefur orðið meira um að eldra fólk á við áfengisvandamál að stríða. Þar kemur að því að fólk fer út í neyslu þegar það verður einmanna, það á erfitt með að fóta sig í nýjum félagsskap og fer aðra leið til að létta lífið.


mbl.is Mikill meirihluti á geðlyfjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaldur september morgunn

 Vaknaði í morgun og leit út og sá að hrím var á rúðum bílsins svo rétt var að munda sköfuna. Hrímið var ekki þykkt og auðvelt var að hreinsa það af rúðunum.

Þetta er dæmi um að sumarið stutta er liðið.IMG_2203


mbl.is Í lagi að tína ber þrátt fyrir frost
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er munurinn meiri í dag?

Þegar yngri ég var vann ég fyrstu peningavinnu mína í salthúsi á Stokkseyri. Þar sá ég tekjumiða sem verkalýðsfélagið Bjarmi dreifði á vinnustaði. Þá var fiskvinnsla í Hólmaröst á Stokkseyri, í salthúsinu var saltaður fiskur og hann var einnig hengdur á trönur til þurrks.

Á Tekjumiðanum voru kaup og kjör fólks fyrir vinnu sína, dagvinna, yfirvinna og næturvinna. Ég tók eftir einu sem var á miðanum en það voru laun kvenna og laun karla. Ég man ekki hvað miklu munaði, en svei mér þá ef það var ekki minni launamunur karla og kvenna en könnun BSRB sýnir að hannn er í dag.  


mbl.is Laun kvenna 27% lægri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á 100 dögum er stjórnin fallin.

Ríkisstjórnin er fallinn, á 100 daga afmælinu er hún rústir einar. Framsókn kominn í saðalfylgi sitt. Vinstri og jafnaðarflokkarnir bæta við sig. Skáldskapur framsóknar dugði stutt.
mbl.is Stuðningur við stjórnina minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illgresiseyðing.

Mosinn hefur verið fastur á götunni. Vel vakandi borgarstarfsmenn andstæðir framkvæmdunum hafa ráðist á götuna frekar en gróðurinn.
mbl.is Hreinsuðu málningu fyrir mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 371195

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband