Færsluflokkur: Bloggar

Beðið eftir Kötlu.

Katla hefur verið vöktuð átatugum saman.Það hafa verið gerðir margir við farveg Múlakvíslar sem rennur úr Kötlujökli, skriðjökull sem á upptök í öskjunni sem er í Mýrdalsjökli.

Flest Kötluhlaupin hafa komið niður Mýrdalssand, í farveg Múlakvíslar, Skálmar og í Hólmsá. Auk þess hafa Kötluhlaup komið í Jökulsá á Sólheimasandi og Markarfljót.

Eftir að Kötlusvæðið var virkt upp úr 1977 var fylgst grannt með svæðinu. Mælir var settur nálægt útfalli Múlakvíslar úr Kötlujökli og reglulega var fylgst með Múlakvísl þar sem stöpull brúarinnar féll á síðustu öld. Brúin sem gerð var síðar skemmdist í hlaup 2014.


mbl.is Katla vöktuð allan sólarhringinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burtu með flakið.

Þetta flugvélaflak er nú til vandræða. Svo mikilla vandræða að inngangur er seldur eins og á sveitaböllin forðum.

Réttast er að þessar stríðsminjar verði fjarlægðar, þær verði grafnar og brotnar niður. Þetta var gert við stórmerka jarðýtu sem var í Reynisfjöru.

Ýtan var notuð við að keyra lendingarbúnaðinn út í sjó. Áður var hún notuð við að ræsa mýrarnar og með því var hluti þeirra ræstur. Ein merkasta sagan er að hún var notuð við að draga vatnsleiðsluna frá Eyjafjöllum til Vestmannaeyja.

Með vatnsveitunni þurftu Eyjamenn ekki lengur að safna regnvatninu til að nota það í matseld, fiskvinnsluna og til þvotta.


mbl.is Krafinn um 100.000 á Sólheimasandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verslingarnir.

Verslings greyin á leið til Danaveldis þar sem ljúft líf bíður.


mbl.is „Bless Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðbúnaður vegna hættu á gosi.

Er Katla að koma? Eitt sinn var veginum yfir Mýrdalssand lokað og skjálftar um eða yfir þrjú stig mældust í Mýrdalsjökli. 

Þá tíð lifði fólkið í Víkinni við ótt við Kötlu. Allmargir voru með töskurnar fullar til að grípa með ef gos mundi hefjast í Kötlu og hætta á jökulhlaupi væri.

Á gamla björgunarsveitarhúsinu í Vík var Kötluflauta sem hægt var að ræsa ef fólk ætti að flýja þorpið. Hún var reglulega prófuð með öðrum almannavarnarflautum á landinu, því Katla gæti alltaf komið.


mbl.is Jarðskjálftahrina í Kötluöskjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samþjöppun á Ítalíu

Allmikil hreyfing á ítalska svæðinu sem skjálftinn reið yfir. Töluvert mannfall en langt frá því að vera einn af þeim stóru á virkri Ítalíu.

Skjálftinn átti upptök á tíu kílómetra dýpi, Hann er ólíkur íslensku skjálftunum sem veða vegna þess að flekarnir fjarlægast hvorn annan. en á Ítalíu ganga þeir saman og mynda stóra skjálfta þó að þeir séu veikari en Íslensku skjálftarnir

Ítalski fjallgarðurinn er virkur, jarðskjálftar og eldgos sýna það vel.


mbl.is Einn sá mannskæðasti í sögu Ítalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brýr á ferðamannastöðum

Eins og ég hef áður sagt eru einbreiðu brýrnar mannvirki sem löngu tímabært er að verði eytt úr íslenska vegakerfinu. Fjöldi ferðamanna kemur í Mýrdalinn og fer víða um suðurland. Brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi og brúin yfir jökulsá á Breiðamerkursandi eru einbreiðar þar sem mikil umferð er. Einnig brúin yfir Stóru Laxá í Hrunamanna hreppi er einbreið í beygju og stór hættuleg.


Ástralskur ósómi.

Greinilega hafa Ástralir ekki gleymt ósómanum sem þeir beittu innfæddum í upphafi að breska heimsveldið sló eign sinni á Ástralíu. Ástralía byggðist að mestu upp af börnum og fólki sem var flutt þangað frá Bretlandi og Írlandi.

Nú kemur flóttafólk þangað og gengur í gegnum helför í landi sem það heldur að ró og friður sé í. En fólk upplifir ósóma á ákvörðunarstaðnum


mbl.is Flutt nauðug á eyjuna og brotið á þeim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virkni í Kötlu.

Í lok júlí er áframhald á haustskjálftum undir Kötluöskjunni. Þynnri ís á jöklinum kemur virkni af stað undir Mýrdalsjökli.


mbl.is Tveir skjálftar í Kötluöskjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurvinnsla.

Er ekki rétt að fá Eyjatröllið aftur? Árni Johnsen aftur á þing, náðaður af forsetaembættinu.


mbl.is Þrír máta oddvitastól sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband