22.6.2013 | 11:14
Íslandi fórnað
Fórn Íslands
Þróun í uppbyggingu virkjana hefur verið ill undanfarin ár. Þær eru sagðar vera sjálfbærar í máli íslenskra stjórmálamanna og forseta við erlenda og innlenda aðila undanfarin ár. Nýjasta dæmið er um Hellisheiðarvirkjun sem var sett snarlega í framkvæmd þegar deilur voru um framkvæmdirnar við Kárahnjúk. Hellisheiðarvirkjun á greinilega örstuttann líftíma og verður því framkvæmd sem mun renna fljótt sitt skeið.
Hellisheiðarvirkjun á nú að redda með flutningi gufu úr Hverahlíð frekar en að byggja virkjun þar til að tryggja orkuframleiðsluna. Hve lengi verður hægt að dæla hita úr Hverahlíðarborholunum á eftir að koma í ljós.
Gufuaflsvirkjanirnar valda mun meiri náttúruspjöllum en talað hefur verið um. Loftmengun frá þeim er staðreynd og niðurdæling átti að redda frárennslinu. Henni hefur fylgt aukin skjálftavirkni og sjónmengun með pípum á Hellisheiði er ekki til prýði.
Frárennslinu frá Nesjavallavirkjun er að stórum hluta veitt í Þingvallavatn. Líklega hefur verið talið að Þingvallavatn sé eins og sjórinn og taki lengi við, því miður er ekki svo eins og sést af mengun heimshafanna. Tærleiki Þingvallavatns er farinn að láta á sjá, dýralíf og hitastig vatnsins er í voða.
Þessi þróun fer um allt landið og hefur áhrif á framleiðslu ódýrrar raforku til stóriðjanna. Því miður verðum við neytendurnir að taka á okkur hækkanir og spara rafmagnið eins og við getum til að sóa ekki raforkunni frá stóriðjunum.
Á austurlandi hefur verið byggð stór virkjun með hárri stíflu, stóru lóni, löngum göngum og raforkumöstrum til að flytja raforkuna til álversins á Reyðarfirði.
Framburður Jökulsár á Dal er mikill. Spurning er hvort Hálslón mun koma til með að fyllast fljótt af framburði og valda því að Fljótsdalsstöð muni verða skammlíf eins og Hellisheiðarvirkjun.
Þá verður stóra spurningin um það hvernig virkjuninni verður bjargað. Verður langstærsti draumurinn endurvakinn og Jökulsá á Fjöllum beint að hluta í Fljótsdalsstöð til að tryggja framleiðsluna. Með því verður enn meiri aukning á mengun í Leginum, hækkun vatnsborðs og dauða dýralífs.
Miðað við bjargræðið á Hellisheiði er ekki ólíklegt að Fljótsdalsstöð verði bjargað með árveitu frá öðru fljóti til að tryggja starfsemina áfram. Sama hverju á að fórna.
Stífla var sprengd í Laxá sem stöðvaði óskaplegar framkvæmdir við lón og veitingu Skjálfandafljóts yfir í Laxá.
Nú eru uppi hugmyndir um gerð gufuaflsvirkjunar sunnan Mývatns. Líklega verður frárennslinu veitt í Mývatn með áhrifum sem eiga eftir að koma í ljós. Kannski of seint!
Það er mikil spurning hvort Ísland á að verða miðstöð raforkuframleiðslu. Á að fórna vötnum, ám og landsvæðum fyrir áframhaldandi virkjanagerð. Virkjanir sem byggðar eru án tæmandi rannsókna og álit vísindamanna eru túlkuð sem mótmæli sem ekki eigi að hlusta á eða fara eftir.
Það er dapurt að verða að bíta í það úldna epli þegar skaðinn er skeður og málunum er reddað með því sem tryggir áframhaldandi rekstur bjartsýnisvirkjanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2013 | 10:38
Götubörnin orðin stór?
Er þetta fólk sem var á götunni í Ríó þegar umhverfisráðstefnan var þar?
![]() |
Eldar loguðu í Ríó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2013 | 00:13
Sakna Gandolfini
![]() |
James Gandolfini látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2013 | 22:19
Pretty, pretty Shakira
![]() |
Shakira farðar sig sjálf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2013 | 13:19
Njótum við?
![]() |
Auknar olíubirgðir valda lækkun á markaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2013 | 18:43
Verknám er gagnlegt.
Þessi góði árangur sem Dýri Bjarnar Hreiðarsson náði í sveisprófi frá VMA er frábær og greinilega eru nemendur að ljúka verknámi sínu með góðri einkunn. Dýri segir í viðtali við mbl að sveinsprófið sé mikilvægur hluti verknámsins. Eftir sveinsprófið getur hann titlað sig húsasmið og farið í meistaraskóla til að ná sér í enn frekari réttindi, rekið sjálfstæða atvinnustarfssemi og tekið nemendur að sér í henni.
Árangur Dýra í náminu er ekkert annað en hvatning fyrir nemendur að leita í verknámið eftir grunnskóla. Með verknámi opnast leiðir til að ná sér í réttindi til að vinna við mjög margar iðngreinar sem hægt er að læra eftir grunnskólanám.
![]() |
Fékk 10 í einkunn á sveinsprófi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2013 | 01:02
Vinna verður gegn svartri starfssemi og efla menntun starfsmanna!
Nú þegar bólan er dunin yfir íslenskan ferðamannaiðnað er ástandið svipað því sem var í byggingaiðnaðinum þegar hún var þar. Svört atvinnustarfssemi blómstrar hjá sumum svo að ekki eru greidd launatengd gjöld, skattar, lífeyrisgreiðslur eða stéttarfélagsgjöld sem starfsfólkið á skyldu að gert sé.
Þetta þýðir að fólkið sem hefur unnið svart á engan rétt á opinberri þjónustu, greiðslum frá lífeyrissjóðum eða rétt á aðstoð stéttarfélaga vegna vangreiddra launa.
Spurning er hvort stéttarfélögin eiga ekki að gera átak í því að vinna gegn svartri atvinnustarfssemi og gæta þess að greitt sé samkvæmt kjarasamningum.
Annað sem þarf að hafa í lagi er fagmennska þeirra sem vinna við ferðamannaiðnaðinn. Fagfólk í matargerð, fagfólk í þjónustu og fagfólk í móttöku og afgreiðslu ferðafólks sem kemur og kaupir þjónustuna.
Átak verður að gera í því að efla menntun þeirra sem starfa í ferðaiðnaðinum svo eigendur ferðaþjónustunnar geti verið stoltir af sinni starfssemi og starfsfólki.
![]() |
Svíður að sjá svarta starfsemi blómstra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2013 | 15:40
Verður þá heimsmeistari
![]() |
Mourinho með fjögurra ára samning við Chelsea |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2013 | 17:57
Allir til hægri.

![]() |
45 ár frá hægri umferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2013 | 17:40
Verðandi stjórn er fallin
![]() |
Sjálfstæðisflokkurinn áfram stærstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Myndirnar mínar á Flickr Samansafn valinna mynda til sýnis fyrir alla
- Twitter síðan mín Skoðanir í stuttu máli
Veðurviti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar