Icesave verður að samþykkja.

Eftir langa og á tíðum erfiða umræðu er komið að atkvæðagreiðslu um Icesave frumvarpið.

Ég held að það sé öllum fyrir bestu að málið verði samþykkt og það snarlega gert að lögum. Ef því verður hafnað eftir alla umræðuna verður þjóðin ekkert annað en ómagi í samfélagi þjóðanna. Það verður litið á Íslendinga sem þurfalinga sem ekki vilji greiða það sem var búið að ákveða að borga.

Þetta verður erfitt og átakamikið. En að reyna eftir bestu getu að greiða skömmina er betra en að verða ómagar. Litnir hornauga af öðrum þjóðum. Íslenska þjóðin er heldur ekki örugg ef ekki verður greitt.

Lönd og ríki hafa í gegn um tíðina sótt það sem þau telja að þeim beri. Með góðu eða illu. Hernaðarlegir hagsmunir landsins skipta engu lengur. En þjóðir geta alveg eins tekið landið og nýtt það sem hægt er að ná í á Íslandi. Ég vil ekki vera að hræða en sjálfstæð ákvörðun okkar er illskást.


mbl.is Lokaumræða um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Finnsson

Ég held að það sé nánast allt rangt í þessari færslu þinni.

Það er engin "skömm" að neita að greiða meira en manni ber: það hefur nefninlega ekki verið sýnt fram á það með óyggjandi hætti að okkur beri skýr lagaleg skylda til að greiða þetta. Hvers vegna annars ætti þjóðirnar sem sækja þetta harðast, Bretar og Hollendingar, að neita því að þetta megi fara fyrir dómstóla?

Það er heldur engin "skömm" að neita að takast einn á herðar óréttlátar byrðar sem með réttu eiga að dreifast á fleiri, ef það leiðir til þjóðargjaldþrots eins og töluverðar líkur virðast á.

En það ER hinsvegar ótvíræð "skömm" fólgin í því að samþykkja möglunarlaust vafasamar og órökstuddar kröfur; að kyngja yfirgangi erlendra þjóða án þess að sporna við; að glata sjálfsvirðingu þjóðarinnar svo ekki sé minnst á afsal eigna ríkis og auðlinda lands og þjóðar.

Þá fyrst eru Íslendingar orðnir "ómagar".

Það eina sem þú færir fram er holur hræðsluáróður um "skömm" og "ómaga" og annað slíkt ... innantómir frasar, ætlaðir til að hræða viðkvæmast sálir; án alls rökstuðnings né tengsla við þjóðarsálina.

Birgir Finnsson, 28.12.2009 kl. 14:14

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það verður að hafna Icesave. 70% þjóðarinnar er ekki sátt við að borga óreiðuskuld þessarra manna. Hvað kallar þú Njörður sjálfstæða ákvörðun í þessu máli... Sjálfstæð ákvörðun er ekki að þröngva í gegn með eins atkvæða mun eða svo... það verður að hlusta á þjóðina núna í þessu máli.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 28.12.2009 kl. 14:15

3 Smámynd: Njörður Helgason

Átti þá nokkuð að vera að samþykkja greiðslurnar í upphafi? Stjórnmálamenn reuku til og ákváðu að greiða skömm útrásarinnar.

Hvaða forsendur hefur þjóðin fyrir því að hún vilji ekki að ÓRG amþykki lögin? Ég held að staðan sé svo djöfulleg að það verði að hysja upp brækur og borga.

Njörður Helgason, 28.12.2009 kl. 14:20

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hverskonar rugludallur ertu maður - þvílíkt og annað eins rugl hef ég nú sjaldan lesið og eru þeir þó margir sem hér hafa tjáð sig.

Reyndu nú að standa í lappirnar, vera íslendingur og taka afstöðu gegn þessum kúgunarþjóðum. 

Stattu með þjóðinni, ekki gegn !!!!

Sigurður Sigurðsson, 28.12.2009 kl. 14:21

5 identicon

Algörlega ósammála, við eigum alls ekki að borga skuldir sem glæpamenn stofnuðu til.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 14:24

6 Smámynd: Njörður Helgason

Það er því best að sitja með hendur í rassi og gera ekkert. Nei við erum komin með ríkisstjórn sem er að reyna að redda skammarverkum undanfarinna ára.

Njörður Helgason, 28.12.2009 kl. 14:28

7 Smámynd: Birgir Finnsson

Þegar þú skrifar "Stjórnmálamenn ruku til og ákváðu að greiða skömm útrásarinnar" ertu þá að meina minnisblaðið fræga sem einhverjir ráðuneytisstarfsmenn undirrituðu á einhverjum fundi? Í fyrsta lagi var það einungis minnisblað undirritað af starfsmönnum ráðuneytis, en ekki bindandi yfirlýsing ríkisstjórnarinnar. Í öðru lagi er það löngu fallið úr gildi, eins og Ingibjörg Sólrún hefur rakið í ítarlegu máli (hennar eina góða innlegg í þetta mál).

Við skulum því hafa það alveg á tæru að ríkisstjórnin er ekki (ennþá) búin að ákveða að greiða eitt né neitt, og er auðvitað ekki á neinn hátt bundin við minnisblað af einhverjum fundi í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar.

Hvað áttu við með "Hvaða forsendur hefur þjóðin fyrir því að hún vilji ekki að ÓRG amþykki lögin?" Ekki falla í sömu gryfju og Steingrímur J. sem fyrirlítur vilja þjóðarinnar svo mjög að hann hefur lýst því yfir að hann muni "ekki haggast" þrátt fyrir að fjöldi skoðanakannana, undirskriftasafnana og kosninga sýni með skýrum hætti að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill standa í lappirnar gagnvart þessari grímulausu kúgun Breta.

Vilji þjóðarinnar er alveg skýr.

"Ég held að staðan sé svo djöfulleg að það verði að hysja upp brækur og borga." ... það er ekki hægt að taka svona setningu sem alvarlegt innlegg í umræðuna. Svona fullyrðingar grundavallast einungis á óljósum tilfinningum og þinni upplifun á málinu og geta ekki á nokkurn hátt réttlætt eða rökstutt IceSave. Þetta er nefninlega EKKI rétti tíminn til að taka ákvarðanir sem byggast á tilfinningum eða upplifun eða hræðslu; hér verður að skoða málin og meta stöðuna ískalt. Það er einfaldlega allt of mikið í húfi til að það megi leyfa örfáum þingmönnum að troða þessu máli í gegn í einhverju panik-kasti.

Birgir Finnsson, 28.12.2009 kl. 14:30

8 Smámynd: Njörður Helgason

Ég er einfaldlega búinn að fá svo mikið nóg af þessu máli. Hvern hring sem þetta fer í umræðun sekkur það dýpra. Eins og það sé í hringiðu. Ég tek því miður lítið mark á áskorunum. Fór sjálfur eitt sinn með undirskriftarlista sem var rústað af viðtakanda.

Því meður er ÓRG enn í Baugsskugganum.

Njörður Helgason, 28.12.2009 kl. 14:44

9 Smámynd: Offari

Ég er þér algjörlega ósammála líkt og 70% þjóðarinar.  En hinsvegar hef ég ekkert á móti því að sjá almennileg og skiljanleg rök fyrir því hversvegna það sé í míns og barna minna verkahring að borga annara manna skuldir.  Þetta verður erfitt að fyrirgefa ef við fáum ekki að skilja hvað er í húfi.

Offari, 28.12.2009 kl. 14:50

10 Smámynd: Njörður Helgason

Það er sárt fyrir okkur og okkar þjóð að þurfa að taka á okkur þessar skuldbindingar óreiðumannanna. Óreiðumanna sem stofnuðu til skuldanna í skjóli þáverandi ríkisstjórnar SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS og FRAMSÓKNARFLOKKSINS.

Njörður Helgason, 28.12.2009 kl. 14:54

11 Smámynd: Birgir Finnsson

Ég hef einungis einu við þetta að bæta:

Ef þetta væri þitt prívatmál - eitthvað sem þú þyrftir að greiða og enginn annar - þá hefðir þú að sjálfsögðu fullan rétt á að gefast upp, fá nóg, hætta að nenna þessu þjarki og greiða þetta bara. Eða eins og aðalsamningamaður Íslands í málinu, Svavar Gestsson, orðaði það í viðtali síðasta vor: "Það lá svosem ekkert á að skrifa undir strax en ég nennti bara ekki að hafa þetta hangandi yfir mér inn í sumarið!"

Málið er hinsvegar að þetta snertir ekki bara þig: þetta snertir þjóðina alla; ekki einvörðungu núlifandi heldur börn okkar og barnabörn, fædd jafnt og ófædd.

Þú - og aðrir sem hugsa svipað og þú: þið hafið einfaldlega ENGAN rétt, hvorki lagalegan né siðferðislegan, til að "fá nóg" og "gefast upp" og "skrifa undir" af því að þið "nennið þessu ekki lengur".

Hver er það sem gefur ykkur leyfi til að "gefast upp" fyrir hönd okkar hinna?

Enginn.

Birgir Finnsson, 28.12.2009 kl. 14:56

12 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Við kusum fólk til forustu í stjórnmálum og til að fara með umboð okkar við stjórn ríkisins. Íslenskir aðilar ráku með leyfi ríkisins banka hér á landi. Í krafti milliríkjasamninga ráku þessir bankar útibú í öðrum löndum, sem tóku fé almennings, fyrirtækja og hins opinbera í þeim löndum til ávöxtunar.  Bankararnir tóku mikla áhættu og hún jókst með hverju misserinu með líkum á hruni. Fénu var dreift af ábyrgðarleysi svo ekki sé meira sagt. Krónan var í spíral hávaxtastefnu Seðlabankans og allir undu glaðir við sitt; ríkissjóður skuldlaus og almenningur í algleymi kaupgetunnar.

Auðvitað ber þjóðin ábyrgð á þessari stöðu. Hún ber ábyrgð á stjórnmálamönnunum, sem hún valdi til forystu og hún ber ábyrgð á því, að ekki var spyrnt við fótum.

Það má segja að ríkisstjórnin sé í sporum litlu gulu hænunnar.  Allir, sem verða á vegi hennar, segja ekki ég, ekki ég. En hún mun njóta uppskerunnar fyrir staðfestu sína og einbeittan vilja við þrifin eftir subbuskapinn, sem enginn vill gangast við, þrátt fyrir einbeittan brotavilja allt fram að hruni. 

Sigurbjörn Sveinsson, 28.12.2009 kl. 15:16

13 Smámynd: Njörður Helgason

Ég hef hlustað á umræður um þetta mál og tekið þátt í þeim. Ég á börn og barnabörn.

Eftir allann þennann tíma hefur ekkert komið fram um þetta mál sem gerir það svo í mínum huga að það eigi að hafna því. Ég hef sjálfur haft ákveðnar skoðanir á þessu máli og á tímabili ekki viljað samþykkja það. 

En eins og staðan er í dag sé ég enga aðra leið en að samþykkja frumvarpið. Þjóðin hefur ekki ráð á því að tapa meiri peningum á þessu slysi.

Njörður Helgason, 28.12.2009 kl. 15:16

14 Smámynd: Njörður Helgason

Það var stofnað' til alls hluta þessara skulda í vari þáverandi ríkisstjórnar.

Njörður Helgason, 28.12.2009 kl. 15:20

15 Smámynd: Geir Ágústsson

"Það verður litið á Íslendinga sem þurfalinga sem ekki vilji greiða það sem var búið að ákveða að borga."
"Það var stofnað' til alls hluta þessara skulda í vari þáverandi ríkisstjórnar."

Ónei. Hvað svo sem bankamálaráðherra Samfylkingarinnar sagði við Breta fyrir ári (sem var hvað?), þá var það ekki bindandi. Það er ekkert ákveðið fyrr en þetta frumvarp verður að lögum (í tíð NÚVERANDI ríkisstjórnar). Áður en það gerist, þá hefur ekkert verið ákveðið. Eða til hvers er frumvarpið þá ef allt er nú þegar ákveðið? Er frumvarpið þá óþarfi? Af hverju þarf þá að samþykkja það?

Evrópsk lög um tryggingar innistæða segja mjög skýrt að sé til staðar tryggingakerfi sem uppfyllir lög ESB (sem er og var raunin), þá séu skattgreiðendur ekki ábyrgir þegar bankar hrynja, svo ekki sé talað um heilu fjármálakerfin. Þótt þú haldir (ranglega) eitthvað annað.

Geir Ágústsson, 28.12.2009 kl. 17:25

16 Smámynd: Njörður Helgason

Stjórnendur íslensku bankanna og stjórnvöld þeirra tíma á Íslandi komu okkur í þá úlfakreppu sem við erum í.

Njörður Helgason, 28.12.2009 kl. 17:55

17 Smámynd: Jón

Hvað ertu alltaf að tönnlast mörgum sinnum aftur og aftur að segja að þetta sé stjórnvöldum þess tíma að kenna að við séum í þessari stöðu ? Þetta er almenn vitneskju sem að allir vita. Það sem er til umræðu er hvort við séum ábyrg því sem að einhverjir jólasveinar með pundmerki í augunum gerðu eða hvort við séum það ekki. Hvort að við séum lagalega skyld því að borga skuld sem að einkafyrirtæki staðsett í okkar landi stofnaði og hvort að við viljum skuldsetja okkar land 20-30ár fram í tímann.

Það hjálpar ekkert að tala um fortíðina, heldur einungis passa að gleyma henni ekki. En í þessari umræðu þá þarf ekki að bulla henni aftur og aftur upp þegar við erum að tala um e-ð annað. 

ÉG SEGI NEI VIÐ ICESAVE OG ENN STÆRRA NEI VIÐ ESB. Þessar þjóðir eru ekki okkar vinsamlegar og munu aldrei sýna okkur virðingu. Við erum nú þegar orðnir svokallaðir "ómagar" og það að taka á okkur óborganlega skuld mun ekki breyta þeirri ímynd neitt.

Jón, 28.12.2009 kl. 18:13

18 Smámynd: Njörður Helgason

Við eigum von á svo traustri tilveru án Icesave samnings og án þess að vera í Evrópusambandinu. Svarið er: NEI!

Við eigum að ganga til liðs við bræðraþjóðir okkar í Evrópu í Evrópusambandinu. 

Ísland tapar engu í inngöngu styrkir bara stöðu sína. Utan þess erum við ómagar.

Njörður Helgason, 28.12.2009 kl. 19:50

19 Smámynd: Geir Ágústsson

Jæja, þá kom að því að það væri sagt hreint út, af bloggara, að þjóðnýting Icesave-innistæða sé pólitískt útspil til að mýkja fyrir inngöngu Íslands í ESB. Það er líka sú ástæða sem andstæðingar Icesave-þjóðnýtingarinnar hafa sem þá einustu fyrir stuðningi við þessa þjóðnýtingu, sem gott ef ekki brýtur lög ESB.

Þótt fyrri ríkisstjórn hafi grafið holu, þá er engin ástæða til að grafa hana dýpri. Eða hvað?

Geir Ágústsson, 28.12.2009 kl. 22:14

20 Smámynd: Njörður Helgason

Það er svo einfalt að til að komast í Evrópusambandið eða til þess að vera þjóð á meðal þjóða verður að ganga frá Icesave.

Davíð Oddsson sagði að menn ættu að hætta að grafa holu þegar menn sæu ekki upp úr henni eða næðu að koma mokstrinum frá sér. 

Hanns ríkisstjórnir grófu og grófu. Þeir héldu kannski að þeir kæmust í gegn?

Njörður Helgason, 28.12.2009 kl. 22:27

21 Smámynd: Geir Ágústsson

Enn er grafið.

Að blanda saman Icesave og ESB er svo annar hrærigrautur sem ég afþakka í bili.

Geir Ágústsson, 29.12.2009 kl. 00:37

22 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Njörður nú eru jól jólin eru firir bönrnin það sem þú ætlar að gefa þeim í jólagjöf næstu áratugina er skuldasúpa nokkra manna. Þú mátt borga sama ér mér ekki vil ég það.

Sigurður Haraldsson, 29.12.2009 kl. 01:19

23 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Einhverjir reiknuðu út 10% líkur á þjóðargjaldþroti ef við borgum IceSave sem vel má vera rétt.

Hvar er útreikningurinn á líkum þjóðargjaldþrots ef við borgum EKKI IceSave? Mitt mat er að líkurnar séu miklu hærri.

Við verðum áratugi að vinna okkur út úr kreppunni ef í ofanálag bætist við að við höfum ekki aðgang að erlendu lánsfjármagni. Að ég ekki tali nú um það hvernig við eigum að endurfjármagna þær þúsundir miljarða sem falla í gjalddaga á næstu árum.

IceSave hefur ekkert með lögfræði eða sanngirni að gera. Það sem máli skiptir er pólitík og álit á okkur Íslendingum.

Kominn er tími til að lýðræðið fái að hafa sinn gang og Alþingi klári þetta mál.

Finnur Hrafn Jónsson, 29.12.2009 kl. 03:53

24 Smámynd: Njörður Helgason

Það er morgunljóst að ef ekki verður gengið frá Icesave hefur Ísland (við) enga samningsstöðu í aðildarviðræðum um Evrópusambands aðild, sem er landi og þjóð lífsnauðsynlegt.

Fyrir okkur sjálf, börnin okkar, barnabörn og alla afkomendur er það besta sem hægt er að gera að ganga frá Icesave nú þegar strax.

Lýðræðiskjörið Alþingi á að ganga frá málinu!

Njörður Helgason, 29.12.2009 kl. 09:23

25 Smámynd: Njörður Helgason

Ýmsir halda að málið sé að fara með samþykkt frumvarp í þjóðaratkvæði efti það sem fólk vonar höfnun forsetans. Þetta er íslenska aðferðin. Kaupa sér tíma til frestunar.

Sigurður Líndal segir í frétt sem byggð er á grein hans úr FB á visir.is:

Sigurður Líndal, lagaprófessor, segir að Icesave frumvarpið henti ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu. Slíkt hljóti að valda óvissu og truflunum í samskiptum ríkja. Þetta kemur fram í grein sem Sigurður skrifar í Fréttablaðið í dag.

Sigurður segir að á þessari stundu sé óvíst um afdrif Icesave frumvarpsins. Á hvorn veg sem fer sé ljóst að mjótt verður á munum. Nú hafi synjunarvald forseta komist enn á ný á dagskrá.

„Ef marka má skoðanakannanir virðist ríflegur meirihluti þjóðarinnar vera því andvígur, þannig að djúp gjá virðist vera milli þings, þ. e. meirihluta þings, og þjóðar ef frumvarpið nær samþykki eins og forseti taldi að verið hefði við setningu fjölmiðlalaganna. Við samanburð verður þó að gæta þess að fjölmiðlamálið var innanríkismál, en Icesave-málið er milliríkjamál, þannig að málin eru ekki sambærileg," segir Sigurður. Gjáin milli þings og þjóðar hafi hins vegar ekki verið brúuð og fyrirvarar að mestu eða öllu leyti brott fallnir.

Sigurður veltir fyrir sér hvernig forsetinn kemur til með að bregaðst við verði Icesave frumvarpið samþykkt á Alþingi. „Hugsanlega telur hann eitthvert hald í frumvarpinu eins og það liggur fyrir, en annað vegur þó vafalaust þyngra - hvort rétt sé að leggja mál sem lúta að lagaheimild til samningsgerðar við önnur ríki undir þjóðaratkvæði. Slíkt hlýtur að valda óvissu og truflunum í samskiptum ríkja."

Þá segir Sigurður að þjóðréttarskuldbindingar henti almennt ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hitt sé svo annað mál að Icesave málið sé ekkert venjulegt milliríkjamál.

Njörður Helgason, 29.12.2009 kl. 09:36

26 Smámynd: Geir Ágústsson

Sigurður þessi segir líka að samþykkt Icesave-frumvarpsins feli í sér framsal á dómsvaldi til erlendra ríkja, og að slíkt stangist á við stjórnarskrá.

Geir Ágústsson, 29.12.2009 kl. 14:03

27 identicon

Þjóðréttarlega eiga Breta og Hollendingar Þess kost að höfða mál fyrir héraðsdómi Reykjarvíkur og Hæstaréttar til að fá úr því skorið hvort Íslenska ríkinu beri að borga skuldir Landsbankans.

Við skulum hafa í huga að íslenska ríkið hefur ekki samþykkt þessar kröfur. Í því frumvarpi sem nú liggur fyrir þinginu kemur hinsvegar fram að íslenska ríkið telur sér ekki skylt að veita ríkisábyrgð en gerir það samt.

Það er ekkert annað en hugleysi að láta aðrar þjóðir kúga okkur til greiðslu krafna þeirra. Ekki gleyma því að þetta eru kröfur á hendur Íslenska ríkinu ekki skuldir.

Styttingur (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 370311

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband