Dapurt að kveðja Mogga undir þessu.

Ég sagði Mogganum upp í dag. Ég hef fengið nóg af því undanfarin ár að lifa á Íslandi undir ráðríki Davíðs Oddssonar.

Ég hef því miður engann áhuga á því að vera lesandi blaðs sem er ritstýrt af Davíð Oddssyni.

Það er grátlegt og leitt að þurfa að gera þetta.

Ég segi: "Þakka fyrir samveruna, farvel Frans!


mbl.is Davíð og Haraldur ritstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Æi þú ert kjáni. Að hata einn mann svona mikið er einungis hægt að kalla kjánaskap. Hverju breytir það þó að Davíð stýri mogganum? Breytist eitthvað það sem að gerist í landinu? Hlutverk moggans er að flytja fréttir? Pælir þú virkilega í því þegar þú lest fréttir í Fréttablaðinu að ritstjóri þess var Þorsteinn Pálsson eða að núverandi ritstjóri heitir Jón Kalddal?

Svona upphlaup er í besta falli hægt að kalla hreinan og kláran kjánaskap.

Jóhann Pétur Pétursson, 24.9.2009 kl. 21:37

2 Smámynd: Njörður Helgason

@Jóhann þú getur ekki dæmt mig út frá þessu. Ef einhvað er þá sýnir þetta vilja, kjark og þor.

Ég hef einfaldlega þá skoðun að blöð eigi að vera undir stjórn þeirra sem kunna blaðamennsku. Ekki sendils úr verzlun í Reykjavík á síðustu öld.

Njörður Helgason, 24.9.2009 kl. 22:13

3 identicon

Vertu margblessaður og sæll, hvert sem leið þín liggur.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 22:35

4 Smámynd: Sigurður Guðjónsson

Sæll félagi Njörður.

Máttur Davíðs er mikill!! Þú segir upp Mogganum og hættir að blogga á mbl.is þrátt fyrir að flest þín blogg fjalli um fréttir á mbl.is. Ég er greinilega á öndverðum meiði við þig því að ég pantaði áskrift af Mogganum í gær og ásæðan er sú að ég sé fyrir mér að Mogginn hætti miðju moði og skrifi um alvöru pólitík.

Ég óska þér velfarnaðar í fanginu á Jóni Ásgeiri.

Sigurður Guðjónsson, 26.9.2009 kl. 00:50

5 Smámynd: Njörður Helgason

@Siggi ég sagði upp mogganum. Ég veit að það verður erfitt að halda sér frá moggablogginu. Maður kann svo vel á kerfið.

En uppsögnin að mogganum stendur. Ég er búinn að fá nóg af því að vera borgari í ríki Davíðs Oddssonar. Það er fyrir lókalið að lesa moggann.

Njörður Helgason, 26.9.2009 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 370320

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband