Lúpínan er illgresi.

Það er með ólíkindum hvað fólk hefur verið duglegt að breiða út illgresið lúpínu um landið. Skelfilegt að sjá mörg svæði sem sáð hefur verið í lúpínu. Hún sáir sér nefnilega sjálf um allar koppagrundir. Fór í sumar í Heiðmörkina. Þar er lúpínan  búin að sá sér um allt. Inn á gróin svæði jafnt og ógróin.

Þetta sést víða. Lúpínunni var sáð við rætur Bæjarstaðaskógar, líklega til uppgræðslu. Nú hefur hún sáð sér um skóginn og miklum kröftum hefur verið eytt í að útrýma henni. Ég þreytist seint á því að skrifa um lúpínusáninguna á Skógasandi. Þar var sáð staðbundið ofan við þjóðveginn. Nú hefur illgresið lúpínan sáð sér um allan sandinn. Spurning hvenær hún sáir sér austur fyrir Jökulsá og breiðir úr sér um Sólheimasandinn. 

Í dag má sjá muninn vel á söndunum. Skógasandur er ein lúpínubreiða á meðan Sólheimasandur er náttúrulegur sandur.


mbl.is Lúpínan erfið í Rauðhólum og Laugarási
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Heyr

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 13.9.2009 kl. 15:03

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Einhver staðar verða vondir að vera

Finnur Bárðarson, 13.9.2009 kl. 16:00

3 identicon

Mér finnst nú fallegra að sjá bláar breiður af lúpínu heldur en skyggni ekki neitt vegna upplásturs á gróðurlausu landinu.

Það var náttúrulega hræðilegt að þeir skildu hefta sandblásturinn með lúpínu.

Lúpínan lengi lifi.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 16:34

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Lúpínan er ekki í neinni merkingu „illgresi“. Hún rýrir ekki jarðveg heldur eflir hann og gefur honum köfnunarefni (eins og áburður) og hún víkur undan öðrum hágróðri þegar hann sækir á. Þrátt fyrir þann illa hug sem sumir bera til hennar.

Hún ein fárra jurta safnar köfnunarefni í jarðveginn og nærir og leggur jarðveg fyrir annan hágróður. Og víkur sjálf úr þroskuðum jarðvegi  þegar aðrar plöntur og hágróður er tilbúinn til að nýta sér hann.

Hún er afar merkileg og öflug landgræðslujurt og á hvergi svo mikið erindi sem hér á Íslandi. Við vorum hinsvegar búin að rýja landið inn að skinni og lúpínan á mikið verk fyrir höndum.

Með búsmala okkar og ágangi í gras runna og sprek til að brenna og bíta,  auk uppþurrkunar höfum við farið nærri því að gereyða gróðri á íslandi og það sem verra er nær öllum gróðurjarðvegi sem hefur fokið á haf út þegar rætur of-bitins og of-hoggins gróðursins slepptu tökum sínum á jarðveginum, en allur venjulegur gróður þarf að fá köfnunarefni úr jarðveginum til að vaxa og dafna, - nema lúpínan.

Lúpínan ein fárra jurta bindur köfnunarefni úr andrúmsloftinu í jarðveginn og leggur þannig jarðveg fyrir trjágróður og grasplöntur og annan þróaðan gróður sem þarf jarðveg. Í ofanálag þá víkur lúpínan sjálf undan þroskuðum og öflugum gróðurjarðvegi yfir í þann snauða - sem vissulega er ofgnótt af á Íslandi. Þessi umbylting tekur hinsvegar langan tíma og sést í stórum sveiflum með vafalaust tilbrigðum sem fara misvel í smekk manna og taka ára og áratugi ef ekki aldir.

Þær frumstæðu jurtir sem búa á þeim svæðum sem Lúpínan tekur til endurvinnslu eiga og munu eiga áfram nóg rými á Íslandi þó þær víki af stórum svæðum. Það eru allt jurtir sem hafa lifað af ísaldirnar og allskyns þrengingar þúsunda ára og munu áfram lifa við kaldari og harðari aðstæður en lúpína sækir inná.

Ekkert er einstakra í alheiminum en lífríkið (grjót og steinar eru allan alheim en líf aðeins hér) og ekkert eigum við að styðja við í náttúrunni sem það á þess eigin forsendum þar sem það sífellt leitar nýs jafnvægis. 

Lífríkið verður hinsvegar aldrei kyrrsett eða fryst, heldur er síbreytilegt og aldrei eins tvo daga í röð.

Lúpínan leggur jarðveg með köfnunarefnisbindingu sinni fyrir nýtt og öflugt gróðurríki á Íslandi, sú umbreyting er á forsendum náttúrunnar sjálfrar en verður auðsýnileg og vafalaust fer hún í taugar einhverra þegar svo virðist sem lúpína sé að leggi undir sig landið. - Það er þó aðeins sveifla á langri þróunarleið við ummyndun hins snauða jarðvegs sem við skiluðum landinu eftir 1100 ára landnám til öflugrar gróðurmoldar fyrir skógi vaxna gróðurparadís framtíðarinnar sem Ísland verður með hjálp lúpínunnar.

 

Helgi Jóhann Hauksson, 13.9.2009 kl. 16:38

5 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Heyr og hafðu þökk Helgi Jóhann. Að tala um "náttúrulegan" sand er auðvitað merklegt rannsóknarefni. Eyðimerkurástin er seig en kaldranaleg væntum þykja.

Sigurjón Benediktsson, 13.9.2009 kl. 16:43

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Voru ekki aðalrökin fyrir Lúpínunni að hún yxi á gróðurvana svæðum, bætti og lagaði "jarðveginn" og skapaði bættar aðstæður fyrir annan gróður og viki svo fyrir honum!!  Hefur þetta gerst?

Þó þetta sé hennar eðli og háttur í Alaska er eitthvað öðruvísi hér á landi sem veldur því að hún hagar sér með öðrum hætti. Ég fæ ekki betur séð en Lúpínu druslan sái sér allstaðar og ekkert síður á fullgróin svæði en ógróin og ryðji burt þeim gróðri sem fyrir er.

Ég er sammála greinarhöfundi að Lúpínu ófétið sé illgresi, það munu unnendur hennar að lokum þótt sennilega verði það ekki fyrr en í algert óefni verður komið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.9.2009 kl. 16:53

7 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Já Axel, þetta er það sem gerist Lúpínan víkur undan þar og þegar jarðvegur er ríkur og hentugir fyurir aðrar háplöntur, en sveiflan tekur áraratugi. Uppbygging jarðvegs tekur langan tíma og víða sést nú trjágróður vaxa uppúr lúpínunni.

Lúpínan sækir t.d. ekki inná gróin tún með góðum jarðvegi og reyndar hvergi inná þar sem er þykkur góður gróðurjarðvegur heldur aðeins inná snauðan sem nóg er af á Íslandi.  Ekki þarf annað en að líta í kringum sig hér innan höfuðborgarsvæðisins t.d. á Armarneshæðinni Kópavogsmegin þar sem ég bý til að sjá trén teygja sig uppúr lúpínunni og sjá að lúpínan nærir trén. En eins og fyrr segir þá er þetta sveifla sem tekur langan tíma en afraksturinn er öflug gróðurparadís.

Axel þú bersýnilega veist ekkert um lúpínuna og áhrif hennar eða þær breytingar þ.e. eyðingu á gróðri sem við mennirnir höfum skapað á Íslandi um aldir - Við erum illgresið en lúpínan er græðandi næringajurt og andstæða allra illgresa.

Helgi Jóhann Hauksson, 13.9.2009 kl. 17:53

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það verður lítið úr litlum körlum eins og mér þegar þeir standa andspænis slíkum gagnabanka og alfræðiriti sem þú ert Helgi.

Þegar ferðast er um bloggið þá gildir einu hvert umfjöllunarefnið er, hafir þú litið inn er þekkingin þín en fáfræðin annarra.

Þú rökstyður Lúpínufáfræði mína m.a. með því að Lúpínuferlið taki áratugi og því ekki útséð með árangurinn!? Hefur tíminn liðið eitthvað hraðar hjá þér Helgi en okkur fáfæðingunum??

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.9.2009 kl. 20:36

9 Smámynd: Njörður Helgason

Ég sé ekki rökin fyrir því að lúpínan sé landgræðsluplanta, þegar hún sáir sér vítt og breitt. Veður inn á gróin svæði eins og sést í Heiðmörkinni, taumlaus lúpínugróður í Bæjarstaðaskógi og þetta má víða sjá eins og í brekkunum ofan við Skóga þar sem lúpínunni var í upphafi sáð í flag til landgræðslu.

Þetta er svipað og hefur gerst með hvönnina sem hefur vaðið um allt eftir að beit var hætt og svokölluð friðun fór í gang. Sjáið brekkurnar hjá Vík. Þar sem beit hélt aftur af hvönninni eru nú hvannarbreiður frá mai fram í ágústlok. Yfir haustið, veturinn og vorið eru þær eitt moldarflag.

Njörður Helgason, 13.9.2009 kl. 20:53

10 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hvað mynduð þið þá kalla gras?

Helgi Jóhann Hauksson, 14.9.2009 kl. 00:55

11 Smámynd: Aðalsteinn Sigurgeirsson

Svar til Helga:

Skv. íslenskri orðabók er illgresi

"gróður sem spillir vexti nytjajurta í ræktuðu landi".
Samkvæmt því getur lúpína tæpast talist illgresi (mér er a.m.k. ekki kunnug nein dæmi þess að lúpína hafi spillt vexti nytjajurta í ræktuðu landi).
Grastegundir geta hins vegar verið illgresi í garðrækt og skógrækt, líkt og skógarkerfillinn. Gras er m.ö.o. illgresi, en lúpínan ekki.

Aðalsteinn Sigurgeirsson, 14.9.2009 kl. 14:03

12 Smámynd: Njörður Helgason

@ Aðalsteinn vissulega er kjörvellinn hið versta illgresi. Planta sem ræktuð var í upphafi til heimilisnota hefur breitt sig út um allt.

En Aðalsteinn hvað um það þegar lúpínan hefur sáð sér inn á svæði eins og Bæjarstaðaskóginn. Í Heiðmörkinni sér maður lúpínuna á grónum svæðum á milli trjálundanna. 

Enn minnist ég á Skógasandinn. Sandur sem var fallegur eyðisandur lítt gróinn. Samt var sandrok sjaldgæft þar. Reyndar ekki sandrok fyrr en veður var og er orðið það illt að enginn á erindi undir Eyjafjöllin.

Það verður að meta það hvort að svona svæði eigi að rækta upp. Það á skilyrðislaust að setja uppgræðslu svona svæða í umhverfismat. 

Þarna er ekki verið að rækta upp svæði sem hafa farið illa út úr uppfoki eða beit. Flögin sem ég man eftir í fjallinu í sveitinni minni voru grædd upp. Sáð í þau en engin skaði varð út frá flaginu sem grætt var upp. Lúpínan veður um allt. Flæðir  um gróin svæði til skaða.

Njörður Helgason, 14.9.2009 kl. 22:11

13 Smámynd: Aðalsteinn Sigurgeirsson

Lúpínu var sáð í Bæjarstaðarskóg á 6. áratug síðustu aldar til þess að sporna við rofi í gömlu birkitorfunum. Það tókst og fyrir vikið halda birkitorfurnar enn velli, þrátt fyrir háan aldur trjánna. Lúpínan hefur síðan sáð sér út á aurana framan við Bæjarstaðarskóg og upp í hlíðarnar. Þar hefur í kjölfar lúpínunnar vaxið vöxtulegur ungskógur sem átti erfitt uppdráttar á næringarsnauðum aurum og melum. Hver er skaðinn?

Á grágrýtissvæðum Heiðmerkur er að finna víðlend svæði sem voru eitt sinn ógrónir melar en eru nú algrónir lúpínu og sem Skógræktarfélag Reykjavíkur nú langt komið með að græða skógi. Hver er skaðinn?

Gagnstætt því sem þú heldur fram var sandfok og grjótfok nokkuð algengt á Skógasandi þar til lúpínu var sáð í svæðið norðan þjóðvegar. Sandfok heyrir nú sögunni til og sömuleiðis lakkskemmdir á bifreiðum. Hver er skaðinn?

Ég kannast ekki við þessa lýsingu þína á minni gömlu heimasveit, Mýrdalnum: "Lúpínan veður um allt. Flæðir um gróin svæði til skaða". Hver er skaðinn?

Aðalsteinn Sigurgeirsson, 15.9.2009 kl. 00:55

14 Smámynd: Njörður Helgason

@Aðalsteinn. Ég er ekki að tala um að lúpínan hafi vaðið um allt í Mýrdalnum. Þar höfðu menn vit á að sá henni ekki. Heldur eru flögin í hlíðum Reynisfjalls til fyrirmyndar. Aftur á móti var sáð í flag ofan við Skóga. Þar veður lúpínan um allt.

En Skógasandur var jaldan ófær vegna vinda. Helst ef vindurinn var orðinn það mikill að ófært var undir Fjöllin.

Njörður Helgason, 15.9.2009 kl. 12:42

15 Smámynd: Aðalsteinn Sigurgeirsson

Þá er líkast til þjóðráð að græða lúpínubreiðurnar norðan vegar á Skógasandi og Sólheimasandi skógi sem brjóta myndi skrúfvindana undan fjöllunum í norðanátt. Lúpínubreiðurnar ættu nú að vera orðnar "tilbúnar undir tréverk" og ekkert er tæknilega því til fyrirstöðu að hefja verkið, vilji menn tryggja enn betur umferðaröryggið á þessum stöðum.

Flögin gömlu innan skógræktargirðingarinnar ofan Skóga voru á sínum tíma erfið til uppgræðslu með grassáningu og áburðargjafar, vegna vatnrofs í miklum bratta og mikillar frostlyftingar í umhleypingum á veturna. Lúpínan hefur ekki "vaðið út um allt", en heldur sig alfarið sig innan þessara gömlu moldarflaga. Lúpínan nær nefnilega ekki að dreifa sér inn í samfelldar gróðurtorfur með þykkri mosahulu, nema að þar séu rofdílar þar sem hún nær að spíra og ná rótfestu.

Aðalsteinn Sigurgeirsson, 15.9.2009 kl. 13:15

16 Smámynd: Njörður Helgason

Fékk þetta á feisbúkkinu frá vinkonu minni Öglu Björnsdóttur:

"Ég er sammála Nirði. Get orðið brjáluð yfir lúpínunni á Skógasandi. Ég er kannski svo biluð að finnast svartir sandar fallegir - ég er þá bara biluð eins og útlendingunum sem finnst sandarnir stórkostlegir.
Skógasandur var líka sjaldan ófær.

Njörður Helgason, 15.9.2009 kl. 22:27

17 Smámynd: Aðalsteinn Sigurgeirsson

Brjálsemi á sér greinilega margar birtingarmyndir, enda tilefnin mörg og ærin. Ég var við það að brjálast einn bjartan sumardag dag fyrir 18-19 árum þegar ekki var óhætt að aka austur Skógarsand fyrir sandfoki. Skömmu áður hafði orðið fyrir töluverðu tjóni lakki og rúðum vegna sandfoks við brúna yfir Óseyrarnes.

Sem betur fer nýtti ég tímann vel þennan júlídag, á meðan ég beið eftir að vindana lægði, m.þ.a. að skoða vel safnið undir góðri leiðsögn Þórðar á Skógum og ganga um fallegan skóginn ofan Skógarskóla. Um kvöldið var komið logn.

Einu ágallana sem ég sé við lúpínubreiðurnar á Skógarsandi er (1) að tilefni heimsókna í Skóga hefur fækkað mjög undanfarin ár [Sandrokið hamlar nefnilega ekki lengur för austur um þjóðveg1] og (2) mér finnst vanta skóg í lúpínubreiðurnar - þarna þyrfti að rækta skóg!

Aðalsteinn Sigurgeirsson, 16.9.2009 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband