Það átti að senda alla heim.

Það sem ég sagði í haust er sífelt betur að koma fram. Sagði að skipa ætti utanþingsstjórn og senda þingið heim. Ekki að láta fólkið sitja eða núna skrópa. Og framboðsmál séu í fyrirrúmi.

Það væri eðlilegra ef þingmenn hefðu orðið fyrrverandi, heldur en að láta þá hlaupa út um allann bæ í vinnutímanum. 


mbl.is Þingmenn mæta illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Utanþingsstjórn hefur ekkert að gera með þingið. Ef þú sendir þingið heim er ekki hægt að samþykkja neitt frumvarp. Það er ekkert til sem heitir "utanþingsþing".

Rafn (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 17:33

2 identicon

@Rafn utanþingsstjórnin mundi stjórna með bráðabirgðalögum. Allt eins gott og þetta sem er verið að gera í dag. Loka strippbúllum.

Njörður H (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 18:31

3 identicon

Til að gefa megi út bráðabirgðalög þarf brýna nauðsyn til, þ.e. að ekki sé hægt að kalla saman þing, enda er Alþingi löggjafinn. Að fresta þingstörfum til þess eins að gefa út brágðabyrgðalög myndi flokkast undir valdarán og má deila um gildi slíkra laga enda hefur Hæstiréttur sagt að hann hafi heimild til að skoða hvort "brýn nauðsyn" hafi verið. Þessi hugmynd þín stenst ekki.

Rafn (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 18:53

4 identicon

@Rafn hvaða munur hefði verið á því að hafa þing og stjórn sem verður að fara millivegin í öllum málum eða utanþingsstjórn sem hefði aðeins tekið á þeim málum sem þurfti. Núverandi stjórn og þing eru aðeins að tala um gælumál. Erfiðu málin eru aðeins unnin af embættismönnum.

Njörður H (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 19:19

5 identicon

Pólítíkst séð er ég alveg sammála þér, þ.e. að Alþingi virðist alltaf vera bara einhver afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórnina, það eru hins vegar ekki nægileg rök til að sniðganga stjórnarskrána. Lög þurfa að vera stjórnskipulega rétt sett svo þeim verði beitt, og þess vegna stenst þessi hugmynd þín ekki.

Rafn (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 19:30

6 identicon

@Rafn samkvæmt stjórnarskránni getur bráðabirgðastjórn starfað. Hún setur bráðabirgðalög sem Alþingi tekur fyrir og afgreiðir þegar það kemur saman. Þannig að bráðabirgðastjórn brýtur ekki lög. Hún stjórnar eftir settum reglum. Reglum sem nýtt Alþingi hefur úrslitavald um.

Njörður H (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 20:12

7 identicon

Ég svaraði þessu í kommenti 3. Stjórnarskráin talar ekkert um bráðabirgðastjórn. Hún talar um bráðabirgðalög sem þarf "brýna nauðsyn" til að setja. Hæstiréttur hefur lýst því yfir að hann hafi endurskoðunarvald varðandi hvort brýn nauðsyn hafi verið, þ.e. að ekki sé hægt að kalla saman Alþingi. Að senda þingið heim í þeim eina tilgangi að brágðabirgðastjórnin" ætlaði að taka sér vald löggjafans gæti varla fallið innan vébanda ákvæðisins sem heimilar setningu brágðabirgðalaga. Það kallast valdarán.

Rafn (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 20:19

8 identicon

@Rafn aðeins Alþingi hefur lagalega heimild til að setja lög. Allt til bráðabirgða er til bráðabirða. Ekki valdarán. Aðeins starfstjórn

Njörður H (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 20:53

9 identicon

hmm, mér finnst eins og þú skiljir ekki alveg aðgreininguna á milli Alþingis og ríkisstjórnarinnar. Ef þingið er "sent heim" og þingi frestað aðeins til þess að ríkisstjórnin gæti sett lög uppá sitt einsdæmi myndi það jú vera valdarán, þar sem ríkisstjórnin væri þá að taka sér vald sem hún hefði ekki. Þannig að þegar þú talar um "starfstjórn", er það ríkisstjórn sem er starfandi þangað til að ný ríkisstjórn er mynduð... Hefur mjög lítið með Alþingi sem slíkt að gera.

Rafn (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 21:16

10 Smámynd: Njörður Helgason

@Rafn Um bráðabirgðalög: Á Íslandi setur forseti bráðabirgðalög fyrir atbeina ráðherra þegar þing situr ekki. Nauðsynlegt er að bera bráðabirgðalög undir þingið strax og það kemur saman, til samþykktar eða synjunar. Ef þau eru ekki samþykkt innan sex vikna eftir að Alþingi hefur komið saman (þrátt fyrir að lögin séu í afgreiðslu þingsins), þá falla þau sjálfkrafa úr gildi. Almennt fá engin lög gildi til frambúðar nema hafa samþykki beggja handhafa löggjafarvaldsins, Alþingis og forseta. Undantekning frá þessu er ef forseti synjar undirritun laga og þau verða staðfest í þjóðaratkvæði, þá er ekki gert ráð fyrir því að forseti undirriti lögin. Ekki er hægt að setja bráðabirgðalög á meðan Alþingi er að störfum eða ef þau ríða í bág við stjórnarskránna. Óæskilegt þykir að setja bráðabirgðalög og er slíkt ekki gert, nema að rík ástæða sé til að mati ráðherra. Mjög hefur dregið úr því á síðari árum að bráðabirgðalög séu sett á Íslandi enda hafa þær aðstæður ekki komið oft upp.

Sýnist allt sem ég ritaði sé þarna.

Njörður Helgason, 18.3.2009 kl. 21:58

11 identicon

Jájájá, ég ætlaði nú að láta síðasta kommentið mitt vera síðasta en mér finnst svo gamann að tala um stjórnskipun ríkisins. Ég geri mér alveg grein fyrir tilvist brágðabirgðalaga en eins og ég sagði þá getur þeim tæplega verið beitt með þeim hætti sem þú villt. Þetta stjórnarskráarákvæði er til svo að ráðherra geti sett lög sem taka gildi, enda sé brýn nauðsyn til þess. Þetta ákvæði á sér hins vegar mjög langa sögu og var að finna í stjórnarskránni 1874. Á þeim tíma kom Alþingi ekki saman nema annað hvert ár og þess vegna var talið nauðsynlegt að hægt væri að grípa til þessara ráðstafana ef Alþingi væri ekki að stöfum.

Alþingi situr nú að formi til allt árið og hefur gert frá árinu 1991 og með því var ákvæðið þrengt mikið. Ákvæðið gerir "brýna nauðsyn" að skilyrði. Þ.e. í sögulegu samhengi, þá voru þingmenn að sinna bæjum sínum á sumrin og var torvelt fyrir þá að koma sér til byggða. Dómstólar hafa úrskurðarvald um það hvort lög séu stjórnskipunarlega rétt sett og ef þau eru það ekki beita þeir þeim ekki. Það er eitt að gefa út bráðabyrgðalög vegna þess að þingið getur ekki komið saman og það þarf löggjöf STRAX, og annað að senda þingið í frí til þess eins að geta gefið út brágðabirgðalög. Þetta er tvennt ólíkt og í síðara tilfellinu sé ég ekki að skilyrðinu um brýna nauðsyn sé fullnægt enda er þetta nokkurskonar málamyndunargerningur. Því myndi þetta væntanlega fara gegn stjórnarskránni þar sem hún mælir fyrir að Alþingi sé löggjafinn

Rafn (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 22:49

12 identicon

NH. Fálkarnir fljúga furðu hátt

með bláan haus í vestur átt

á austurhimni dagsbrún rís sátt

veslingarnir ylja sé við

vængjaslátt

en lóan kemur í heið það er víst

sRh (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband