Rétta leiðin er að einangra að utan!

Réttur staður fyrir einangrun er utaná húsunum. Það er réttast að hafa kalda punktinn í einangrun og steinsteypan verður þá í innra byrgði veggsins, frekar en að láta steinsteypuna vera í ystu brún og verða veðruð af rigningunni sem síðan fer inn í steypuna og veldur óteljandi vandamálum á byggingunni.

Áður voru steyptu veggirnir sprungnir og afmyndaðir alkalí skemmdum. Þau hús voru oft klædd að utan svo steypti veggurinn stóð sig ágætlega á eftir enda var hann kominn í innra byrði byggingarinnar.

Alkalískemmdirnar voru stundum orðar svo miklar að klæðningin náði ekki að bjarga húsunum sem stundum varð að rífa og byggja nýtt hús.

Rétta leiðin er að einangra að utan!


mbl.is Vandamálið er hinn íslenski útveggur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ármann Birgisson

Ef veggur er einangraður að utan þá er Kaldi punkturinn í einangruninni, ekki í steinsteypunni, ekki rétt ?.laughing cool

Ármann Birgisson, 25.2.2017 kl. 22:21

2 Smámynd: Njörður Helgason

Vissulega

Njörður Helgason, 26.2.2017 kl. 01:18

3 Smámynd: Njörður Helgason

Af veif Jónasar Kristjánssonar: 

Séríslenzka myglan

28/02/2017 — PUNKTAR

Mygla í útveggjum kostar þjóðfélagið tugi milljarða á hverju ári. Stafar að mestu leyti af innri einangrun steypu. Aðferðin er íslenzk sérgrein. Aðrir einangra steypu að utan. Þannig hefur mitt hús verið einangrað áratugum saman, raunar bæði að innan og utan, enda vantrúaður á íslenzkar sérgreinar. Steypa er gott innanhússefni, en sem ytri klæðning er hún afleit. Veðrast inn í einangrun. Á þessu tímabili var Rannsóknastofnun byggingariðnaðar lögð niður til að hindra opinber afskipti af húsbyggingum. Þá gerði alkalí út af við íslenzka steypu. Og enn eru menn í flötu þökunum, sem eru í kvosinni að leysa brött þök af hólmi.

Njörður Helgason, 28.2.2017 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 370309

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband