Lítið mengandi samgönguleiðir

Enn og aftur er stefna Reykjavíkur á að byggja upp samgöngukerfi sem mengar lítið. Svipað eins og byggð var upp hitaveita í Reykjavík og komið í veg fyrir mengun af því að brenna olíu eða kolum til að hita upp húsin í bænum.

Skorsteinana má sjá á ekki mjög gömlum húsum. Sótarar var starfgrein í Reykjavík og á tímum kolanna var kolaportið notað til að taka ámóti kolum sem var skipað upp í Reykjavík. Með hitaveitunni og rafmagnsframleiðslu Reykvíkinga hefur borgin orðið sér og nágrannasveitarfélögunum öflug í orkuframleiðslu.

Það er vonandi að Reykjavík og Vegagerðin sameinist um uppbyggingu rafmagnslesta á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannabyggðum. Lestarkerfi mun koma til með að verða mikilvæg í samgöngum frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur og styður við enn frekari uppbyggingu flugvallar fyrir allt landið á Miðnesheiði.


mbl.is Léttlestir og hraðvagnar á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sæll.

Er ekki mikið einfaldara og ódýrara að vera með rafmagnsstrætó? Hvort sem hann er með loftlínu eða ekki? Tvöfaldur ávinningur, götunum haldið við og rafvæddar samgöngur.

kv

Sindri

Sindri Karl Sigurðsson, 17.4.2015 kl. 23:56

2 Smámynd: Snorri Hansson

Ég tel að áhrifamest væri, að ryksuga aðal göturnar á nóttinni.

 Ég vann hjá hernum fyrir ótal árum. Þegar ísglæra myndaðist á flugbrautunum þá var dreift volgum sandi sem bræddi sig í glæruna og fraus  föst. Þegar þiðnaði mátti sandurinn ekki vera á brautunum vegna hættu á að hann færi í hreyfla flugvélana. Þá ók trukkur með ryksugu á pallinum (mikið tæki) um og hreinsaði sandinn algjörlega af. Það er óþarfi að væla árum  saman. Það þarf að taka á málunum. En vandinn er, höfuðborgarbúar væla mikið.

Snorri Hansson, 18.4.2015 kl. 04:24

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það er sannarlega hressandi og upplífgandi að lesa jákvæðar og skynsamlegar tillögur, en þar vitna ég auðvitað til athugasemdar Sindra Karls Sigurðssonar.

Jónatan Karlsson, 18.4.2015 kl. 10:43

4 Smámynd: Njörður Helgason

Sammála þér Sindri, rafmagnsstrætó og rafmagnslest er málið!

Njörður Helgason, 20.4.2015 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Njörður Helgason. Húsasmíðameistari grunnskóla og framhaldsskólakennari.

Höfundur

Njörður Helgason
Njörður Helgason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3122
  • IMG_3283
  • IMG_3266
  • IMG_3268
  • IMG_3257

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 370317

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband